Opnun Ljóðadaga - Tónleikar fyrir loftslagið

Hátíðarsalur Háskóla Íslands · mið 30. okt kl. 12:30
tonleikar_web (1).png

Á opnunartónleikum Ljóðadaga Óperudaga frumflytja Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanisti, Catherine Maria Stankiewicz, sellóleikari og Guja Sandholt, söngkona, íslensk og erlend verk sem öll eiga það sameiginlegt að vera einhvers konar óðar til náttúrunnar og umhverfismála.

Í tilefni af tónleikunum og hátíðinni, samdi Gísli Jóhann Grétarsson nýtt verk, Greta's Song, við texta úr ræðum Gretu Thunberg og munu tónlistarkonurnar þrjár frumflytja það á tónleikunum. Að auki frumflytur Catherine Maria eigið verk, Adamah, sem er sérstaklega samið fyrir tilefnið. Verkið er samið fyrir sóló selló og dansara og er í röð margra verka sem Catherine hefur samið út frá náttúrunni.

Að tónleikum loknum er gestum boðið í ókeypis loftslagssúpu í Norræna húsinu hjá kokkinum Árna Ólafi Jónssyni.

Tónleikarnir eru í samstarfi við Háskólatónleika. Ókeypis aðgangur!

Atli Heimir Sveinsson (1938-2019):

Úr Jónasarlögum: 
Úr Hulduljóðum
Dalvísa

Catherine Maria Stankiewicz (1984):

Amadah fyrir selló og dansara

J. Massenet (1842-1912):

Elegía fyrir rödd, selló og píanó 

Gísli Jóhann Grétarsson (1983):

Greta's Song

Björk Guðmundsdóttir (1963):

A New World





Þátttakendur

píanóleikari
listrænn stjórnandi og söngkona

Styrktar- og samstarfsaðilar