HÁTÍÐARKÓR ÓPERUDAGA

HÁTÍÐARKÓR

Untitled design-3

Hátíðarkór Óperudaga er hópur söngglaðra einstaklinga úr öllum áttum. Allir meðlimir kórsins eiga það sameiginlegt að njóta þess að syngja saman og taka þátt í ævintýralegum verkefnum en þeir eru á öllum aldri og frá ýmsum löndum. Fyrsta verkefni kórsins var Mattheus ungi á Óperudögum 2022 þar sem kórinn söng með í stuttri leikgerð af Mattheusarpassíu J.S.Bach í leikstjórn hins hollenska Albert Hoex.

Hafðu endilega samband ef þú hefur áhuga á að slást í hópinn með því að skrifa okkur: operudagar@operudagar.is

Kórinn hentar vel fyrir þá sem hafa einhverja kór- og tónlistarreynslu.

Styrktar- og samstarfsaðilar