Albert Hoex
Leikstjóri
Hollenski leikstjórinn Albert Hoex nam við Leiklistarskólann í Utrecht. Eftir útskrift starfaði hann með mörgum hollenskum leikfélögum áður en hann stofnaði sín eigin leikfélög. Þar þróaði Hoex sig áfram sem djarfur leikstjóri alls kyns tónlistar-leikhúsverka, sem hann setur gjarnan upp á óhefðbundnum og sérstökum stöðum í borg eða sveit. Í Hollandi er rík hefð fyrir árlegum flutningi á Mattheusarpassíu Bachs. Frumlegt innlegg Hoex til þessa rótgróna siðar er Mattheus ungi, sem hann setti fyrst upp árið 2017. Verkið er ætlað yngri og eldri áheyrendum til að upplifa saman og nýtur það mikilla vinsælda í Hollandi. Mattheus ungi er fluttur árlega í borgum víða um Holland, en er nú sýndur í fyrsta sinn utan Hollands á vegum Óperudaga í Reykjavík.