Árni Harðarson
Kórstjóri
Árni Harðarson hefur verið stjórnandi Fóstbræðra frá árinu 1991. Hann hefur samhliða starfað sem kennari og síðar skólastjóri við Tónlistarskóla Kópavogs. Hann hefur og verið virkur í íslensku tónlistarlífi sem tónskáld og stjórnandi kóra og hljómsveita í ólíkum verkefnum innanlands og utan. Tónsmíðar Árna hafa einkum verið á sviði kór- og leikhústónlistar. Þá hefur hann unnið að félagsmálum tónskálda; var m.a. formaður Tónskáldafélags Íslands 1995-98 og fulltrúi Íslands í NOMUS, Norrænu tónlistarnefndinni, 1993-2000.
Að loknu burtfararprófi í píanóleik frá Tónlistarskóla Kópavogs stundaði Árni framhaldsnám í píanóleik og tónsmíðum við The Royal College of Music í London á árunum 1978-83 og lauk þaðan prófi úr einleikaradeild.