Brahms og Bel canto

Salnum Kópavogi · lau 4. jún kl. 12:15
Aron Axel Cortes


Dagskrá þessara hádegistónleika þeirra Arons Axels og Hrannar blandar saman ljóðum og aríum. Fyrst munu þau flytja rómantísku aríu Riccardo úr I puritani eftir Vincenzo Bellini, þar næst gamansömu aríu Belcore úr Ástardrykknum eftir Gaetano Donizetti og að lokum hinn undurfagra op.32 ljóðaflokk eftir Johannes Brahms. Njótið þið vel!

Frá 1.- 5. júní verða haldnir hádegistónleikar í Salnum á hverjum degi frá klukkan 12:15 til 12:50. Þátttakendur á Óperudögum í Kópavogi koma fram og flytja tónlist úr ýmsum áttum.

Aron Axel Cortes, barítón 

Hrönn Þráinsdóttir, píanó

Þátttakendur

barítón

Styrktar- og samstarfsaðilar