FótboltaÓperan

Hér og þar · fim 2. jún kl. 16:00
Fótboltaópera

„NEINEINEI.  

Á looooka sekúndum fyrri hálfleiks jafna andstæðingarnir hér með skallamarki eftir aukaspyrnu... og mér er reyndar alveg sama hver það var... þol ́ann ekki... sá ekkert hver það var, og þolann ekki!  

Ljótasta mark sem ég hef séð…

...og í sömu andrá er búið að flauta til leikhlés. Staðan er eitt-eitt í leikhléi.

Við vinnum, bara í seinnihálfleik. Þetta er ekkert flókið. “

Hvað á fótbolti sameiginlegt með óperu?

Fólk fær útrás jafnt í gegnum tónlist sem og íþróttir, og í báðum tilfellum kemur þessi útrás m.a. í ljós með allskonar hljóðum: köllum, söng, trommuslætti, fagnaðarlátum. Tónlist nýtur sín oft vel þegar hún fjallar um hreina og skýra tilfinningu og í fótbolta er ávallt skýr stefna, skýrt markmið: Allt eða ekkert. Sigur! Og ástríðan fyrir því markmiði. Á léttan og stundum húmorískan hátt skoðar FótboltaÓperan punktana þar sem þessir tveir heimar mætast: eftirvæntinguna, spennuna, gleðina jafnt sem og vonbrigðin. 

Þátttakendur

barítón
Svanhildur Lóa
sneriltromma
Börn úr Skólakór Kársness
leikstjóri

Styrktar- og samstarfsaðilar